?

  1. Hvað þýðir Fair Trade?

FAIR TRADE þýðir sanngjörn viðskipti en þegar neytandi kaupir vöru hefur hann val, hvort hann kaupir vöru sem er ekki merkt og hann veit ekkert um upprunann eða merkt lífræn eða Fair Trade. Í Fair Trade viðskiptum er búið að votta að um sanngirnisvottuð viðskipti hafi verið að ræða, framleiðandinn hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vöruna og okkur líður mun betur að vita af því og það gefur okkur neytendum líka vald til að hafa áhrif á hvernig staðið er að viðskiptum við fátækustu lönd heims, í raun er þetta í okkar höndum sem neytenda, við höfum lokaákvörðunina. Þegar við kaupum Fair Trade vöru erum við að stuðla að því að breyta lífi fólks til hins betra og við erum líka að stuðla að heilbrigðara umhverfi og framtíð fyrir börnin á þessum sameiginlega hnetti okkar.

Nafnið FAIR TRADE er notað fyrir fjöldahreyfingu sem nær út um allan heim og berst fyrir sanngjörnum viðskiptum við fátækustu bændurna. En Fairtrade í einu orði er merki sem vara fær eftir að vottun hefur farið fram samkvæmt reglum FLO (Fairtrade Labelling Organization International) sem er vottunaraðili. Það eru ákveðin svæði þar sem er mikil fátækt og ákveðnar vörur sem geta fengið vottun samkvæmt FLO en það eru meiri upplýsingar um þetta á heimasíðunni þeirra (fairtrade.net).  Aðaláherslan er á smábændur en það er líka hægt að fá vottun fyrir plantekrur sem eru oft í eigu vesturlandabúa og þá eru viðmiðin launin og fleiri þættir. I vottuninni felst að verðið hafi verið nógu hátt til að standa undir sjálfbærri framleiðslu og þar að auki er greitt aukalega í þróunarsjóð sem bændurnar ráðstafa sjálfir.  Verslað er við samtök bænda sem eru oft nokkur þúsund á viðkomandi svæði. Ef verslað er við plantekrur þá eru viðmiðin sanngjörn laun og vinnuaðstæður svo eitthvað sé nefnt. En það eru ekki Fair Trade viðskipti við plantekrur fyrir allar vörur til dæmis ekki kaffi en til þess er eftirspurnin of lítil.

Það eru mörg FAIR TRADE samtök í heiminum en þau hafa stofnað með sér alþjóðasamtök WFTO (World Fair Trade Organization), í sameiningu með FLO og fleiri samtökum hafa þau mótað hlutverk og framtíðarsýn samtakanna:

Hlutverk WFTO

„WFTO´S hlutverk er að gera framleiðendum kleift að bæta lífskilyrði sín og samfélag í gegnum Fair Trade. Er alþjóðlegt net og talsmaður Fair Trade, tryggir að rödd framleiðenda heyrist. Hagsmunir framleiðenda sérstaklega smáframleiðenda og listafólks, er aðaláherslan í allri stefnu, stjórnun, uppbyggingu og ákvörðunartöku innan WFTO.“

Framtíðarsýn WFTO

„WFTO hefur sýn á framtíð þar sem skipulag og viðskiptahættir hafa verið umbreyttir þannig að þeir gagnist þeim fátæku og stuðli að sjálfbærri þróun og réttlæti.“

  1. Hvað gera félagið félagssamtök á landsvísu?

Félagið hefur sótt um inngöngu í alþjóðlegu samtökin en hlutverk þess er að miðla þekkingu til almennings um Fair Trade, til dæmis með kynningum í verslunum og skólum landsins. Félagið vinnur með sjálfboðaliðum sem kynna starfið. Einnig er það hlutverk samtakanna að hvetja neytendur til að kaupa Fair Trade og hvetja kaupmenn til að versla með Fair Trade.  Einnig aðstoða fyrirtæki við vottanir.

  1. Hvernig get ég tekið þátt í starfi félagasamtaka?

Hægt er að gerast sjálfboðaliði, skólahópar og kennarar kynna starfið innan skólanna.

  1. Hvað get ég gert sem neytandi?

Neytendur er mikilvægast hlekkurinn í allri keðjunni af því að þeir kaupa vörurnar, þeir mynda eftirspurnina eftir vörunum og um leið og þeir kaupa vöruna eru þeir að styðja við sanngjörn viðskipti og jákvæða þróun í fátækasta hluta heimsins.

Komdu með ábendingar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s