“Merki”

 

Það eru mörg FAIR TRADE samtök í heiminum en þau hafa stofnað með sér alþjóðasamtök WFTO (World Fair Trade Organization), í sameiningu með FLO og fleiri samtökum hafa þau mótað hlutverk og framtíðarsýn samtakanna:

 

Hlutverk WFTO

„WFTO´S hlutverk er að gera framleiðendum kleift að bæta lífskilyrði sín og samfélag í gegnum Fair Trade. Er alþjóðlegt net og talsmaður Fair Trade, tryggir að rödd framleiðenda heyrist. Hagsmunir framleiðenda sérstaklega smáframleiðenda og listafólks, er aðaláherslan í allri stefnu, stjórnun, uppbyggingu og ákvörðunartöku innan WFTO.“

 

Framtíðarsýn WFTO

„WFTO hefur sýn á framtíð þar sem skipulag og viðskiptahættir hafa verið umbreyttir þannig að þeir gagnist þeim fátæku og stuðli að sjálfbærri þróun og réttlæti.“

 

Hvað get ég gert sem neytandi?

Neytendur er mikilvægast hlekkurinn í allri keðjunni af því að þeir kaupa vörurnar, þeir mynda eftirspurnina eftir vörunum og um leið og þeir kaupa vöruna eru þeir að styðja við sjálfbærni, sanngjörn viðskipti og jákvæða þróun í fátækasta hluta heimsins.

 

 

Fair Trade / Sanngjörn viðskipti

“Sanngjörn viðskipti “Fair Trade” er viðskiptasamband, byggt á samræðu, gagnsæi og virðingu, sem leitast við að ná meira jafnvægi í alþjóðlegum viðskiptum. Það styður við sjálfbæra þróun með því að bjóða betri viðskiptakjör og tryggir réttindi smábænda og verkamanna sem standa höllum fæti  – sérstaklega í suðri.”

 


 

WFTO.com

WFTO logo

World Fair Trade Organization hafa komið sér saman um ofanritaða skilgreiningu á Fair Trade. Þetta merki geta fyrirtæki fengið sem viðurkenningu fyrir að fara alla leið, uppfylla tíu grundvallaratriði WFTO.

 

10 FT Principles


Fyrir sjálfbærni í frumstæðum samfélögum

download (1)

https://www.oneplanet-ngo.org/mission-and-philosophy/

Fairtrade staðlar fyrir fataframleiðslu voru settir í mars 2016 en ástandið er mjög slæmt í þessum málaflokki

 

http://www.fairtrade.net/standards/our-standards/textile-standard.html


 

GOTS lífræn vottun uppfyllir líka skilyrði Fair Trade varðandi vinnuskilyrði til dæmis að greitt sé fyrir yfirvinnu, engin barnaþrælkun og öryggiskröfum sé fullnægt.

 

gots-logos_cmyk

 

Better Cotton Initiative

fyrir meiri sjálfbærni i framtíðinni, virkja fleiri bændur í sjálfbærni.

https://bettercotton.org/about-better-cotton/

 


Hvað þýðir Fair Trade?

FAIR TRADE þýðir sanngjörn viðskipti en þegar neytandi kaupir vöru hefur hann val, hvort hann kaupir vöru sem er ekki merkt og hann veit ekkert um upprunann eða merkt lífræn eða Fair Trade. Í Fair Trade viðskiptum er búið að votta að um sanngirnisvottuð viðskipti hafi verið að ræða, framleiðandinn hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vöruna og okkur líður mun betur að vita af því og það gefur okkur neytendum líka vald til að hafa áhrif á hvernig staðið er að viðskiptum við fátækustu lönd heims, í raun er þetta í okkar höndum sem neytenda, við höfum lokaákvörðunina. Þegar við kaupum Fair Trade vöru erum við að stuðla að því að breyta lífi fólks til hins betra og við erum líka að stuðla að heilbrigðara umhverfi og framtíð fyrir börnin á þessum sameiginlega hnetti okkar.

Nafnið FAIR TRADE er notað fyrir fjöldahreyfingu sem nær út um allan heim og berst fyrir sanngjörnum viðskiptum við fátækustu bændurna. En Fairtrade í einu orði er merki sem vara fær eftir að vottun hefur farið fram samkvæmt reglum FLO (Fairtrade Labelling Organization International) sem er vottunaraðili. Það eru ákveðin svæði þar sem er mikil fátækt og ákveðnar vörur sem geta fengið vottun samkvæmt FLO en það eru meiri upplýsingar um þetta á heimasíðunni þeirra (fairtrade.net).  Aðaláherslan er á smábændur en það er líka hægt að fá vottun fyrir plantekrur sem eru oft í eigu vesturlandabúa og þá eru viðmiðin launin og fleiri þættir. I vottuninni felst að verðið hafi verið nógu hátt til að standa undir sjálfbærri framleiðslu og þar að auki er greitt aukalega í þróunarsjóð sem bændurnar ráðstafa sjálfir.  Verslað er við samtök bænda sem eru oft nokkur þúsund á viðkomandi svæði. Ef verslað er við plantekrur þá eru viðmiðin sanngjörn laun og vinnuaðstæður svo eitthvað sé nefnt. En það eru ekki Fair Trade viðskipti við plantekrur fyrir allar vörur til dæmis ekki kaffi en til þess er eftirspurnin of lítil.

Fairtrade merkið

Hér er linkur í skilgreiningar varðandi Fairtrade merkið frá Fairtrade International sem hefur umsjón með merkinu og vottunum, koma líka á samstarfi milli kaupenda og seljenda, uppfylla þarf ákveðnar kröfur eða staðla.

fairTradeLogo

http://www.fairtrade.net/what-is-fairtrade.html

Hér er yfirlit yfir Fairtrade vörutegundir http://www.fairtrade.net/products.html

 

Fairtrade merkið á vörum.

Þetta merki fylgir ákveðnum vörum sem uppfylla FairTrade staðlana en það eru ýmis önnur Fair Trade merki á markaðnum en Fairtrade er hér skrifað í einu orði takið eftir því!

fairtrade


Það eru nokkur Fair Trade merki á umbúðum á vörum en oftast hafa vörurnar fengið vottun samkvæmt FairTrade International fairtrade.net

“Quality cocoa for a better life” er dæmi um merki á vörum sem uppfyllir FairTrade staðlana.

tn_736x327_crop_QPP_cocoa_pod_HR

 

cocoa-horizonz-original